Gjaldskrá

GJALDSKRÁ NETSKIL EHF.

Milliinnheimta
Eftirfarandi gjaldskrá hefur að geyma almennar reglur um gjaldtöku í milliinnheimtu. Gjaldskráin á að leiða til sanngjarnrar gjaldtöku fyrir vinnu félagsins að dæmigerðu innheimtumáli. Gjaldskráin nær ekki yfir löginnheimtu. Það leggst virðisaukaskattur 24% á alla þóknunarliði í gjaldskránni nema að annað sé tekið fram. Gjaldskráin gildir frá og með neðangreindri dagsetningu nema sérstaklega sé um annað samið. Gjaldskráin getur breyst án fyrirvara miðað við breytingar á reglugerðum og/eða almennu verðlagi.

1.    Innheimtuviðvörun
Innheimtuþóknun vegna fruminnheimtu þ.e. innheimtuviðvörun og vegna milliinnheimtu er skv. reglugerð 133/2010 um breytingu á reglugerð 37/2009 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl.
Innheimtuviðvörun (ein skyldubundin viðvörun skv. 7. gr. innheimtulaga 95/2008, send frá innheimtuaðila).                             kr. 950
2.    Milliinnheimtubréf
Milliinnheimtubréf innheimtuaðila:
a.    Höfuðstóll kröfu til og með 2.999 kr.                              kr. 1.300
b.    Höfuðstóll kröfu 3.000 til og með 10.499 kr.             kr. 2.100
c.    Höfuðstóll kröfu 10.500 til og með 84.999 kr.           kr. 3.700
d.    Höfuðstóll kröfu 85.000 kr. og yfir                                    kr. 5.900

3.    Fyrsta ítrekun milliinnheimtubréfs
–    Sama gjald og í 2 a-d.

4.    Önnur ítrekun milliinnheimtubréfs
–    Sama gjald og í 2 a-d.

5.    Eitt símtal í milliinnheimtu                     kr. 550

6.    Gerð skriflegs samkomulags um greiðslu kröfu     kr. 2.700

7.    Niðurfellingargjald
Alla jafna er ekki innheimt niðurfellingargjald hjá Netskil. Verði niðurfellingar umfram 5% af virkum kröfum kröfuhafa á mánaðartímabili áskilur Netskil sér þó rétt til þess að krefja kröfuhafa um kostnað vegna hverrar aðgerðar sem framkvæmd hefur verið í innheimtuferlinu, kr. 350 per aðgerð.

Löginnheimta

Eftirfarandi gjaldskrá hefur að geyma almennar reglur um gjaldtöku í löginnheimtu Netskila ehf. Við ákvörðun gjaldtöku getur lögmaðurinn vikið frá gjaldskránni. Virðisaukaskattur leggst við alla þóknunarliði í gjaldskránni nema annað sé sérstaklega tekið fram. Gjaldskráin gildir frá og með útgáfudagsetningu nema sérstaklega sé um annað samið. Gjaldskráin getur breyst án fyrirvara miðað við breytingar á almennu verðlagi.

1.    Löginnheimtubréf.
Grunngjald innheimtuþóknunar kr. 6000
Við bætist:
25% af fyrstu 65.000 kr.
18% af næstu 65.000 kr.
13% af næstu 250.000 kr.
10% af næstu 700.000 kr.
5% af næstu 3.000.000 kr.
3% af næstu 20.000.000 kr.
2% af því sem umfram er

2.    Ítrekun á löginnheimtubréfi
kr. 3500

3.    Stefna fyrir héraðsdómi án munnlegs málflutnings.
–    Stefnugerð                     kr. 16.500
–    Málskostnaður                 kr. 30.000

      að viðbættum: 
    1. 15% af stefnufjárhæð af fyrstu 800.000 kr.
    2. 12% af næstu 1.200.000 kr.
    3. 10% af næstu 2.500.000 kr.
    4. 5% af næstu 8.500.000 kr.
    5. 3% af því sem umfram er

–    Þingfesting                     kr. 15.000*
–    Birting stefnu                 kr. 3.400*
–    Gagnaöflun                      kr. 1.400 – 2.800
–    Mæting í héraðsdóm             kr. 7.000
*Ber ekki vsk

4.    Ritun Greiðsluáskorunar eða kröfulýsingar.
Fast gjald 6.900 kr. að viðbættum 25% af kröfufjárhæð og útlags kostnaðar eins og birting (3.400 kr.) og gagnaöflun (1400-2800 kr.)

5.    Ritun aðfararbeiðni, nauðungarsölubeiðni, afturkallanir, gjaldþrotaskiptabeiðnr o.fl.  þar sem liggur fyrir heimild til fullnustugerða.
–    Grunngjald 8.000 kr.

6.    Þóknun fyrir hverja mætingu í héraðsdómi og sýslumanni.
–    Grunngjald     7.000 kr.

Reykjavík 30.08.2016
F.h. Netskil ehf.
Andrea Valgeirsdóttir

Opnunartími

Mánudaga - Föstudaga

09:00  - 12:00

13:00  - 17:00

Upplýsingar

Síðumúla 27
108 Reykjavík
Sími 414 0910
netskil@netskil.is

Kort